Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Þjóðhagsspá Íslandsbanka 2022-2024: Allt á uppleið?

Greining Íslandsbanka spáir fyrir um þróun efnahagsmála 2022-2024


Eftir 7,1% efnahagssamdrátt árið 2020 batnaði íslenskur efnahagur talsvert á ný á árinu 2021 og útlit er fyrir áframhaldandi efnahagsbata. Spáð er 5,0% hagvexti árið 2022 en talsvert hægari vexti í kjölfarið. Vöxturinn verður útflutningsdrifinn að stórum hluta þar sem ör fjölgun ferðamanna leikur lykilhlutverk ásamt auknu fiskeldi, myndarlegri loðnuveiði og auknum útflutningi hugverka. 

Verðbólga mun reynast þrálát framan af spátímanum vegna áframhaldandi hækkunar á íbúðaverði, verðhækkana erlendis og hækkandi launakostnaðar innanlands svo nokkuð sé nefnt. Það kallar á aukið peningalegt aðhald og er útlit fyrir að stýrivextir verði á bilinu 5-6% í árslok 2022 en lækki að nýju á seinni helmingi spátímans.

Þjóðhagsspá Greiningar má nálgast hér

Stiklað á stóru

 • Hagvöxtur - Spáð er 5,0% hagvexti árið 2022, 2,7% 2023 og 2,6% 2024.

 • Utanríkisviðskipti - Viðskiptaafgangur verður 0,1% af landsframleiðslu í ár og í námunda við 2% 2023 og 2024.

 • Verðbólga - 7,6% verðbólga að meðaltali árið 2022, 5,9% 2023 og 3,9% 2024.

 • Vinnumarkaður - 4,4% meðaltalsatvinnuleysi í ár. 3,7% 2023 og 3,6% 2024.

 • Vextir - Stýrivextir fari yfir 5% fyrir árslok. Verði í grennd við 4,5% við lok spátímans.

 • Krónan - Krónan verði um 5% sterkari við lok spátímans en í lok apríl 2022.

Póstlisti Greiningar

Ekki missa af greiningum okkar á því helsta sem snertir efnahagslífið og skráðu þig á póstlistann okkar!

Það helsta


Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur, og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, fara yfir það markverðasta í nýrri þjóðhagsspá Greiningar.

 • Landsframleiðsla00:31
 • Ferðaþjónusta01:48
 • Utanríkisviðskipti02:32
 • Innlend eftirspurn04:55
 • Fjármunamyndun05:34
 • Íbúðamarkaðurinn06:33
 • Atvinnuleysi08:48
 • Einkaneysla09:52
 • Krónan11:24
 • Verðbólga12:27
 • Stýrivextir13:36
 • Sviðsmyndir14:45
 • Samantekt15:29

Höfundar þjóðhagsspár


Jón Bjarki Bentsson

Aðalhagfræðingur


Hafa samband

Bergþóra Baldursdóttir

Hagfræðingur


Hafa samband