Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Spáum verðhjöðnun í júlí

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) lækki um 0,1% í júlí frá fyrri mánuði. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga vera örlítið ofan markmið Seðlabankans og mælast 2,7% en hún mældist 2,6% í júní. Verðbólguhorfur eru þó góðar og er útlit fyrir að verðbólga haldist að jafnaði undir markmiði á næstu misserum.


Samantekt

  • Spáum 0,1% lækkun VNV í júlí

  • Eldsneytisverð fer hækkandi

  • Heilsurækt hækkar í verði

  • Útlit fyrir verðbólgu aðeins yfir markmiði í júlí

  • Útsölur spila stóran þátt í verðhjöðnun

  • Flugverð hækkar lítillega

Skráðu þig á póstlistann okkar

Krónan hefur veikst töluvert á þessu ári þrátt fyrir minniháttar styrkingu í júní. Frá áramótum hefur krónan veikst um ríflega 15% gagnvart dollaranum og tæp 16% gagnvart evrunni. Í mælingu okkar vega mest til lækkunar hinar hefðbundnu útsölur á þessum tíma árs. Við spáum því að verðbólga muni vera undir markmiði Seðlabankans og mælast að meðaltali 2,4% á þessu ári, 2,2% árið 2021 og 2,4% árið 2022.

Sumarútsölur og verðhjöðnun

Á þessum tíma árs eru sumarútsölur komnar á fullt skrið í mörgum verslunum og vega til lækkunar á VNV. Samkvæmt spá okar mun liðurinn föt og skór vega þyngst til lækkunar í mánuðinum og lækka um tæp 10% (-0,35% áhrif í VNV) milli mánaða. Það er þó minna en í júlímánuði síðustu ára en umtalsverð veiking krónunnar vinnur á móti lækkuninni. Húsgögn og heimilisbúnaður lækka einnig lítillega á milli mánaða eða um 2,15% (-0,12% áhrif í VNV). Þó eru ekki allar útsölur komnar af stað og má gera ráð fyrir vægri verðhjöðnun liða á borð við raf- og heimilistæki seinna í sumar.

Opnun landamæra vegur á móti

Samkvæmt spá okkar mun liðurinn ferðir og flutningar hækka um 1,25% (0,19% í VNV) en þessi liður hafði lækkað að meðaltali á þessu ári. Óvissa er um þróun liðarins á komandi mánuðum þar sem togast munu á takmarkað framboð og minni samkeppni á mörgum leiðum annars vegar og dvínandi ferðavilji og takmarkanir á ferðagetu hins vegar. Bensín og olía hafa einnig tekið að hækka nýjan leik eftir að hafa lækkað um 2,37% að meðaltali á síðustu 3 mánuðum. Flugfélög eru byrjuð að bjóða upp á talsvert aukið flugframboð eftir u.þ.b. 2 mánaða lágmarksframboð og eftirspurn eldsneytis tekin að vaxa í samræmi við það. Við er búist að eldsneyti muni hækka lítillega í verði á næstu mánuðum.

Verðskrá World Class hækkaði um 15% á milli mælinga VNV en stór hluti landsmanna eru þar í viðskiptum og eru áhrif þess ásamt öðrum þáttum um 0,03% hækkun VNV.

Verðbólga hófleg á næstunni

Verðbólguhorfur til meðallangs tíma eru hóflegar en gangi spá okkar eftir mun verðbólga mælast eilítið yfir markmiði eða um 2,7% í ágúst og september. Greining Íslandsbanka spáir að verðbólga haldist við markmið Seðlabankans í ár en verði að jafnaði eilítið undir markmiði bæði árið 2021 og 2022.

Það er öllum ljóst að framtíðin er sérstaklega óljós þessa stundina sökum COVID og er krónan einn helsti óvissuþáttur í spá okkar. Forsendur þess eru þó að krónan haldist nokkuð stöðug í grennd við núverandi gengi. Taki krónan að veikjast enn frekar mun það setja þrýsting á framtíðarverðbólgu.

Höfundur


Tryggvi Snær Guðmundsson

Hagfræðingur


Hafa samband

Lagalegur fyrirvari

Skýrsla þessi er tekin saman af Greiningu Íslandsbanka hf. (Íslandsbanki).

Upplýsingar í skýrslu þessari eru upprunnar frá innlendum og erlendum upplýsinga- og fréttaveitum, sem taldar eru áreiðanlegar, ásamt opinberum upplýsingum, eigin úrvinnslu Greiningar og mati á hverjum tíma. Upplýsingarnar hafa ekki verið kannaðar sjálfstætt af Íslandsbanka og ábyrgist bankinn ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra. Skoðanir höfunda geta breyst án fyrirvara og ber Íslandsbanka ekki skylda til að uppfæra, lagfæra eða breyta skýrslunni við breyttar forsendur.

Skýrslan er einungis birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Íslandsbanki og starfsmenn bankans bera ekki ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í skýrslunni. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðleggingar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla. Fjárfestingamarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta er mismunandi. Bent skal á að árangur í fortíð er ekki trygging um árangur í framtíð.

Skýrslur og aðrar upplýsingar sem berast frá Íslandsbanka eru einungis ætlaðar til einkanota. Hvorki má afrita efnið, vitna í það né dreifa því, í heild eða að hluta, án skriflegs leyfis frá Íslandsbanka.

Skýrsla þessi er stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í henni sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem hún fjallar um.

Eftirlitsaðili: Fjármálaeftirlitið (www.fme.is).

BANDARÍKIN

Skýrslu þessari eða afritum hennar má ekki dreifa í Bandaríkjunum eða til viðtakenda sem eru bandarískir ríkisborgarar í andstöðu við takmarkanir sem kveðið er á um í bandarískum lögum. Dreifing skýrslunnar í Bandaríkjunum kynni að teljast brot á þeim lögum.

KANADA

Upplýsingarnar í skýrslu þessari eru ekki ætlaðar til dreifingar eða útbreiðslu með neinum hætti í Kanada og því ber ekki að líta á þær sem fjármálaráðgjöf eða ráðleggingu um fjárfestingar í skilningi kanadískra verðbréfalaga.

ÖNNUR LÖND

Lög og reglugerðir í öðrum löndum kunna einnig að takmarka dreifingu skýrslu þessarar.