Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

S&P staðfestir lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka og breytir horfum úr stöðugum í jákvæðar

Ákvörðunin kemur í kjölfar nýlegrar tilkynningar S&P um breytingum á horfum lánshæfismats ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar.


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær (25. maí) lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka og uppfærði horfur úr stöðugum í jákvæðar. Staðfest lánshæfiseinkunn er A.

Ákvörðunin kemur í kjölfar tilkynningar S&P þann 12. maí um breytingu á horfum lánshæfismats ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar.

Nánari upplýsingar veitir


Bjarney Anna Bjarna­dótt­ir

Fjárfestatengsl


Senda tölvupóst
698 0259