Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Síðasti dagur yfirtökutilboðs til hluthafa Skeljungs

Yfirtökutilboð Strengs hf. til hluthafa Skeljungs hf. um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu 8,315 fyrir hvern hlut lýkur í dag 4. janúar 2021 kl. 16:00.


Þann 6. desember 2020 lagði Strengur fram yfirtökutilboð í hlutafé í Skeljungi á grundvelli tilboðsskyldu samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Skilmálar og skilyrði tilboðsins eru sett fram í opinberu tilboðsyfirliti.

Strengur og tengdir aðilar fara með eignar- og atkvæðisrétt fyrir samtals 754.639.578 hlutum í Skeljungi eða sem samsvarar 38,00% af heildarhlutafé Skeljungs, eða 38,98% af útistandandi hlutum, þegar tekið hefur verið tillit til hlutabréfa í eigu Skeljungs.

Tilboðið nær til allra hluta í Skeljungi sem ekki voru í eigu Strengs eða Skeljungs samkvæmt hlutaskrá við lok viðskiptadags þann 4. desember 2020. Þeim hluthöfum hefur verðið sent tilboðsyfirlitið, samþykkiseyðublað og svarumslag. 

Verð samkvæmt yfirtökutilboðinu er 8,315 krónur fyrir hvern hlut í Skeljungi, kvaða- og veðbandslausan. Tilboðsverðið svarar til hæsta verðs sem Strengur og samstarfsaðilar hafa greitt fyrir hluti í Skeljungi síðustu sex mánuði áður en tilboðsskylda myndaðist.

Gildistími yfirtökutilboðsins er fjórar vikur, frá kl. 09:00 þann 6. desember 2020 til kl. 16:00 þann 4. janúar 2021. Það er bæði hægt að skrá samþykki með því að svara bréfpósti sem sendur var til allra hluthafa og einnig á vef yfirtökutilboðsins (www.arionbanki.is/yfirtokutilbod-skeljungur) með rafrænum skilríkjum.  Sé samþykki ekki skráð rafrænt þarf samþykkiseyðublaðið að hafa borist til skrifstofu Íslandsbanka (9. hæð), Hagasmára 3, 201 Kópavogi innan gildistíma tilboðsins.

Skjöl:

Yfirlýsing um samstarf og fyrirhugað yfirtökutilboð í hlutabréf, útgefin af Skeljungi hf.

Auglýsing um tilboðsyfirlit – Strengur hf. 

Yfirtökutilboð – kynning

Tilboðsyfirlit

Spurningar og svör varðandi framtíðaráætlanir Strengs

Greinagerð stjórnar Skeljungs um tilboðið

Samþykktareyðublað yfirtökutilboðs í hluti Skeljungs hf.

Umsjónaraðilar yfirtökutilboðsins

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. og Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. eru umsjónaraðilar yfirtökutilboðsins fyrir hönd Strengs. Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum tölvupóstfangið skeljungur@islandsbanki.is og í síma 440-4000 og í gegnum tölvupóstfangið skeljungur@arionbanki.is og í síma 444-7000

Fyrirvari

Vefsíða þessi er útbúin og veitt í upplýsingaskyni og felur ekki í sér ráðgjöf af hálfu Strengs hf. eða umsjónaraðila. Tilboðshöfum er bent á að afla sér viðeigandi ráðgjafar sérfræðinga.

Nánari upplýsingar


Fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Íslandsbanka


Senda tölvupóst

Fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Ari­on banka


Senda tölvupóst