Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Sérbýli skýra hækkun íbúðaverðs í september

Íbúðaverð hækkaði á milli mánaða í september. Ástæða fyrir því var að sérbýli hækkuðu talsvert í verði á milli mánaða. Sérbýlin hafa verið ansi sveiflukennd undanfarna mánuði. Sérstaklega fáir kaupsamningar liggja að baki síðustu mánuði sem gæti útskýrt þessar miklu sveiflur.


Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% í septembermánuði frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum frá Þjóðskrá og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem birtust í gær. Í síðasta mánuði lækkaði mánaðartakturinn smávegis í fyrsta sinn í nær þrjú ár en nú hefur hann hækkað á ný í september. Vísitala íbúðaverðs byggir á þriggja mánaða meðaltali og má leiða líkum að því að ágústmánuður hafi verið sérstaklega rólegur á íbúðamarkaði.

Ástæða fyrir hækkun vísitölunnar er sú að verð á sérbýli hækkar um 4,8% á milli mánaða en verð á fjölbýli lækkar hins vegar smávegis eða um 0,1% á sama tíma. Verð á íbúðum í sérbýli er almennt sveiflukenndara en verð á íbúðum í fjölbýli þar sem færri kaupsamningar liggja að baki í fyrrnefnda eignaflokknum. Síðustu mánuðir hafa þó verið ansi sveiflukenndir eins og sést á myndinni hér að neðan.

Sérstaklega fáir kaupsamningar síðustu mánuði

Alla jafna eru kaupsamningar á sérbýlum á höfuðborgarsvæðinu frekar fáir samanborið við íbúðir í fjölbýli eins og gefur að skilja. En á undanförnum mánuðum hafa þeir verið sérstaklega fáir. Í ágúst var 69 kaupsamningum á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og í júlí voru þeir 76 en tölur fyrir septembermánuð hafa ekki verið birtar. Á síðustu 10 árum hafa kaupsamningar á sérbýlum verið að meðaltali 107 á mánuði. Þetta er líklega ein helsta ástæða fyrir því að liðurinn hefur verið jafn sveiflukenndur og raun ber vitni.

Dregið hefur úr árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu tvo mánuði í röð og mælist 12 mánaða hækkun nú 22,5% í september en árstakturinn náði toppi í júlí þegar hækkunin mældist 25,5%. Árshækkun á íbúðum í fjölbýli mælist 22,3% en í sérbýli um 23,9% í septembermánuði.

Uppfærð verðbólguspá  - reiknuð húsaleiga hækkar líklega

Við gáfum út verðbólguspá í síðustu viku þar sem spáðum því að reiknaða húsaleigan myndi lækka um 0,15% í október eftir að hún stóð í stað í september. Í ljósi nýrra gagna um vísitölu íbúðaverðs teljum við líklegri niðurstöðu að reiknaða húsaleigan muni hækka um 0,5% í október (0,10% áhrif á VNV). Hafa verður í huga að Hagstofan mælir íbúðaverð um allt landið og sveiflurnar á íbúðaverði verða því alla jafna minni.

Þessi breyting á reiknuðu húsaleigunni verður til þess að VNV hækkar um 0,3% á milli mánaða og ársverðbólga mun mælast 9,0% gangi spáin eftir. Skammtímaspáin fyrir aðra mánuði helst óbreytt og hljóðar uppá 0,1% hækkun VNV í nóvember, 0,3% hækkun í desember og 0,3 lækkun í janúar. Gangi sú spá eftir mun verðbólga mælast 7,7% í janúar.

Íbúðamarkaður hefur kólnað mjög hratt á síðustu mánuðum en þrátt fyrir það virðist enn vera talsverð eftirspurn til staðar. Það verður áhugavert að sjá hvernig þróunin á íbúðamarkaði verður á næstu mánuðum. Það er nokkuð ljóst að aðgerðir Seðlabankans, sem hækkaði vexti og herti á lánaskilyrðum á síðustu misserum, eru farnar að hafa áhrif á markaðinn. Nýjasta mæling vísitölu íbúðaverðs gæti þó bent til þess að þau áhrif séu minni þegar kemur að sérbýlum.

Höfundur


Bergþóra Baldursdóttir

Hagfræðingur í Greiningu


Hafa samband

Lagalegur fyrirvari

Skýrsla þessi er tekin saman af Greiningu Íslandsbanka hf. (Íslandsbanki).

Upplýsingar í skýrslu þessari eru upprunnar frá innlendum og erlendum upplýsinga- og fréttaveitum, sem taldar eru áreiðanlegar, ásamt opinberum upplýsingum, eigin úrvinnslu Greiningar og mati á hverjum tíma. Upplýsingarnar hafa ekki verið kannaðar sjálfstætt af Íslandsbanka og ábyrgist bankinn ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra. Skoðanir höfunda geta breyst án fyrirvara og ber Íslandsbanka ekki skylda til að uppfæra, lagfæra eða breyta skýrslunni við breyttar forsendur.

Skýrslan er einungis birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Íslandsbanki og starfsmenn bankans bera ekki ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í skýrslunni. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðleggingar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla. Fjárfestingamarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta er mismunandi. Bent skal á að árangur í fortíð er ekki trygging um árangur í framtíð.

Skýrslur og aðrar upplýsingar sem berast frá Íslandsbanka eru einungis ætlaðar til einkanota. Hvorki má afrita efnið, vitna í það né dreifa því, í heild eða að hluta, án skriflegs leyfis frá Íslandsbanka.

Skýrsla þessi er stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í henni sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem hún fjallar um.

Eftirlitsaðili: Fjármálaeftirlitið (www.fme.is).

BANDARÍKIN

Skýrslu þessari eða afritum hennar má ekki dreifa í Bandaríkjunum eða til viðtakenda sem eru bandarískir ríkisborgarar í andstöðu við takmarkanir sem kveðið er á um í bandarískum lögum. Dreifing skýrslunnar í Bandaríkjunum kynni að teljast brot á þeim lögum.

KANADA

Upplýsingarnar í skýrslu þessari eru ekki ætlaðar til dreifingar eða útbreiðslu með neinum hætti í Kanada og því ber ekki að líta á þær sem fjármálaráðgjöf eða ráðleggingu um fjárfestingar í skilningi kanadískra verðbréfalaga.

ÖNNUR LÖND

Lög og reglugerðir í öðrum löndum kunna einnig að takmarka dreifingu skýrslu þessarar.