Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Samþykkt skilaáætlunar og ákvörðun um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) fyrir Íslandsbanka hf.


Tilskipun (ESB) 2014/59 um tapsþols- og endurfjármögnunargetu fjármálafyrirtækja (BRRD I) var m.a. innleidd á Íslandi með lögum nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (hér eftir lögin). Þann 8. desember 2021 birti Skilavald Seðlabanka Íslands stefnu um ákvörðun lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL-krafa), sbr. 17. gr. laganna (hér eftir MREL-stefna).

Skilavald Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að skilaáætlun fyrir Íslandsbanka hafi verið samþykkt og með því verið tekin ákvörðun um MREL-kröfu fyrir bankann. Ákvörðunin byggir á framangreindri MREL-stefnu.

MREL-krafa bankans er 21,2%, reiknuð í hlutfalli af áhættugrunni (e. Total Risk Exposure Amount – TREA) í lok árs 2021 og öðlast gildi við dagsetningu tilkynningarinnar.