Íslandsbanki hf. hefur gert samning um viðskiptavakt við Arion banka hf. á útgefnum hlutabréfum í Íslandsbanka hf. sem eru skráð á Nasdaq Iceland undir auðkenninu ISB. Samningurinn tekur gildi mánudaginn 5. júlí 2021.
Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf bankans á Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa bankans aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gegnsæjum hætti. Samningurinn er í samræmi við ákvæði 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
Samningurinn kveður á um að fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 225.000 bréf að nafnverði á gengi sem Arion banki hf. ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði, og hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern sé 1.250.000 hlutir að nafnverði.
Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1.5%. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 5% er Arion banka hf. heimilt að auka hámarksverðbil í 3%.