Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Samningur um viðskiptavakt við Arion banka hf.

Íslandsbanki hf. hefur gert samning um viðskiptavakt við Arion banka hf. á útgefnum hlutabréfum í Íslandsbanka hf. sem eru skráð á Nasdaq Iceland undir auðkenninu ISB. Samningurinn tekur gildi mánudaginn 5. júlí 2021.


Íslandsbanki hf. hefur gert samning um viðskiptavakt við Arion banka hf. á útgefnum hlutabréfum í Íslandsbanka hf. sem eru skráð á Nasdaq Iceland undir auðkenninu ISB.  Samningurinn tekur gildi mánudaginn 5. júlí 2021.

Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf bankans á Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa bankans aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gegnsæjum hætti.  Samningurinn er í samræmi við ákvæði 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. 

Samningurinn kveður á um að fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 225.000 bréf að nafnverði á gengi sem Arion banki hf. ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði, og hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern sé 1.250.000 hlutir að nafnverði. 

 Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1.5%.  Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 5% er Arion banka hf. heimilt að auka hámarksverðbil í 3%.

Nánari upplýsingar veita:


Profile card

Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl