Lægri vextir en minna byggt?
Flest hagkerfi heims hafa orðið fyrir miklu höggi vegna Kórónukreppunnar og hafa viðbrögð Seðlabanka víðsvegar um heiminn verið að lækka stýrivexti umtalsvert og losa um taumhald peningastefnu. Með því er stutt myndarlega við eftirspurnarhlið hagkerfisins , meðal annars íbúðamarkaðinn. Hér á landi hafa aðgerðir Seðlabankans undanfarin misseri svo sannarlega haft áhrif. Með endurfjármögnun eldri húsnæðislána hafa margir landsmenn lækkað greiðslubyrði sína, jafnvel umtalsvert og þar af leiðandi aukið rástöfunartekjur sínar. Slíkt er að sjálfsögðu kærkomið þegar skóinn kreppir en hefur þar að auki haft þau áhrif að samhliða aukinni greiðslugetu hefur íbúðaverð hækkað nokkuð, þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar.