Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Öryggi með Kass

Greiðslumiðlunarappið Kass hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og sér í lagi meðal ungmenna sem nýta það til að borga, rukka eða skipta reikningi.


Rétt er að taka fram að á síðasta ári voru gerðar breytingar til að bæta enn frekar upplýsingagjöf og auka þægindi við greiðslur sem fara í gegnum appið. Í netbanka viðskiptavinar, óháð því hvar viðskiptavinir Kass eru með bankaviðskipti, má ávallt sjá á færsluyfirliti hver það er sem greiðir viðkomandi. Allar greiðslur sem fara fram í gegnum Kass fara af debet- eða kreditkorti viðskiptavinar yfir á íslenskan bankareikning og ávallt liggur fyrir hver það er sem borgar viðkomandi og eins hver er móttakandi greiðslu.

Íslandsbanki er eigandi Kass appsins og hefur unnið að þróun þess með fjártæknifyrirtækinu Memento. Á undanförnum árum hefur appið tekið breytingum sem snúa að öryggisatriðum og má þá nefna innleiðingu á rafrænum skilríkjum og auknar kröfur við skráningu greiðslukorta (3D secure).