Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Nýtt millibankakerfi tekið í notkun

Gangsetning nýs millibankakerfis hefst föstudaginn 23. október og stendur yfir fram yfir næstu helgi. Innleiðing kerfisins er í höndum Seðlabankans og Reiknistofu bankanna en að baki hennar liggur töluverður undirbúningur að hálfu allra þeirra sem að henni koma.


Gangsetning nýs millibankakerfis hefst föstudaginn 23. október og stendur yfir fram yfir næstu helgi. Innleiðing kerfisins er í höndum Seðlabankans og Reiknistofu bankanna en að baki hennar liggur töluverður undirbúningur að hálfu allra þeirra sem að henni koma.

Viðskipti undir 10 m.kr. fara í gegnum nýtt millibankakerfi frá föstudagskvöldinu 23. október en viðskipti yfir 10 m.kr. og verðbréfauppgjör fara fram í nýja kerfinu frá og með mánudeginum 26. október. 

Innleiðing kerfisins hefur áhrif á öll kerfi þar sem greiðslur fara á milli banka. Viðskiptavinir allra banka geta um helgina búist við lítilsháttar truflunum í netbönkum, öppum, hraðbönkum og debetkortafærslum. Þetta á við um alla viðskiptabanka og þá helst í millifærslum á milli banka, ráðstöfun lána á milli banka og greiðslur á kröfum á milli banka. 

Rétt er að viðskiptavinir séu upplýstir um innleiðingu kerfisins, sem kann sem fyrr segir að hafa áhrif á öll bankaviðskipti í landinu næstu helgi. Viðskiptavinir eru hvattir til að flýta minni viðskiptum sé þess kostur eða bíða með þau þar til að innleiðingu nýs millibankakerfis er lokið. Frá og með mánudeginum 26. október er gert ráð fyrir að öll viðskipti á milli banka fari fram með eðlilegum hætti.

Starfsmenn Íslandsbanka munu svara þeim spurningum sem kunna að vakna meðal viðskiptavina.