Ný skýrsla um íslensk sveitarfélög er komin út. Skýrslunni er ætlað að gefa gott yfirlit yfir stöðu sveitarfélaga á Íslandi og þróun síðustu ára. Íslandsbanki vonast til að skýrslan nýtist vel sem upplýsingarit um íslensk sveitarfélög, bæði fyrir þá sem starfa innan sveitarstjórnarstigsins og þá sem vilja fræðast um íslensk sveitarfélög.
Við útgáfu skýrslunnar er stuðst við ársreikninga sveitarfélaga 2017 og horft á fjárhagslega stöðu sveitarfélaga út frá þeim viðmiðum sem Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur horft til.