Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Ný skýrsla um fjármál HM

Heimsmeistaramótið mun kosta Rússa að lágmarki 1.200 milljarða króna.


Skýrsluna má nálgast hér

Það kostar sitt að halda heimsmeistaramót í knattspyrnu en fjallað er um fjármál HM í nýrri skýrslu Íslandsbanka. Þar kemur meðal annars fram að:

Helstu niðurstöður

  • Um 95% tekna FIFA 2015-2018 verða vegna HM
  • Þrátt fyrir að eiga vera rekið án hagnaðarsjónarmiða hefur FIFA safnað um 166 milljarða króna varasjóði.
  • Verði HM 2026 haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó er reiknað með að hagnaður FIFA af mótinu verði á við samanlagðan hagnað af HM 2006, 2010, 2014 og 2018.
  • Lögfræðikostnaður FIFA vegna rannsókna á spillingarmálum hefur numið um 8 milljörðum króna.
  • Sé leiðrétt fyrir falli rúblunnar er kostnaður vegna leikvanga mótsins kominn 150% fram úráætlunum.
  • Rússar hyggjast leggja um 20 milljarða króna í að halda leikvöngum opnum og í reglulegri notkun að loknu móti þar sem þeir eru allt of stórir fyrir rússneskan fótbolta og liðin sem eiga að taka við þeim.

Kynning á skýrslu


Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, kynnir niðurstöður skýrslunnar og ræðir í kjölfarið við Guðmund Benediktsson og Hermann Hreiðarsson fótboltakempur.