Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Notaðu símann í næsta hraðbanka

Frá með deginum í dag er hægt að nota rafræn skilríki í hraðbönkum Íslandsbanka fyrir helstu aðgerðir.


Með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum er nú hægt að:

  • Taka út af öllum reikningum hjá Íslandsbanka
  • Taka út af debetreikningi
  • Leggja inn á alla eigin reikninga í íslenskum krónum hjá Íslandsbanka í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Laugardal, Norðurturni, Kringlunni, Selfossi, Akranesi, Akureyri, Húsavík og Vestmannaeyjum. Sjá opnunartíma hraðbanka
  • Taka út gjaldeyri í bandaríkjadollar, evru, bresku pundi og danskri krónu í Norðurturni og Laugardal. Í Norðurturni er að auki hægt að taka út í pólskt slot og sænskar krónur.
  • Sjá stöðu á eigin reikningum hjá Íslandsbanka
  • Greiða ógreidda reikninga á eigin kennitölu
  • Millifæra
  • Leggja inn á GSM frelsi með debetkorti

 Ekki er þó hægt að taka út af kreditkortum með því að nota rafræn skilríki.