Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 8.500 m.kr.


Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 8.500 m.kr.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CB 27 voru samtals 1.300 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 6,90%. Heildartilboð voru 2.020 m.kr. á bilinu 6,85% - 7,04%. Útgefið nafnverð í flokknum er 55.140 m.kr.

Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 28 voru samtals 6.300 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,20%. Heildartilboð voru 6.480 m.kr. á bilinu 2,10% - 2,23%. Útgefið nafnverð í flokknum verður 43.500 m.kr. eftir útgáfuna.

Engin tilboð bárust í óverðtryggða flokkinn ISB CBF 27.

Nánari upplýsingar


Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl
Profile card