Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Niðurstaða úr endurkaupatilboði á skuldabréfaútgáfu í evrum

Íslandsbanki hefur í dag tilkynnt niðurstöðu úr endurkaupatilboði á skuldabréfaútgáfu í evrum sem tilkynnt var um 29. nóvember 2019 þar sem bankinn bauðst til að kaupa útistandandi höfuðstól skuldabréfanna (200 milljón evrur) til baka gegn greiðslu reiðufjár.


Íslandsbanki hefur í dag tilkynnt niðurstöðu úr endurkaupatilboði á skuldabréfaútgáfu í evrum, til eigenda 500 milljóna evra skuldabréfaútgáfu, sem ber 1,75% vexti og er á gjalddaga 7. september 2020 (ISIN XS1484148157), sem tilkynnt var um 29. nóvember 2019 þar sem bankinn bauðst til að kaupa útistandandi höfuðstól skuldabréfanna (200 milljón evrur) til baka gegn greiðslu reiðufjár.

Tilboðið var háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst var í endurkaupatilboði (e. Tender Offer Memorandum) dagsettu 29. nóvember 2019.

Bankanum bárust gild tilboð að fjárhæð 142.720.000 evrur og voru þau öll samþykkt.  Útistandandi fjárhæð skuldabréfaflokksins er því 56.280.000 evrur eftir endurkaupin.

Nánari upplýsingar um niðurstöðu endurkaupatilboðsins er að finna í tilkynningu sem birt var í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfið er skráð.

Nánari upplýsingar veita:


Fjárfestatengsl


Senda póst