Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Minni verðbólga í október

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,2% í október frá fyrri mánuði. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 3,3% en hún var 3,5% í september. Það væri fyrsti mánuður hjaðnandi verðbólgu frá því í mars fyrr á árinu en þá var verðbólgan aðeins 2,1% og hefur hún vaxið jafnt og þétt. Útlit er fyrir að verðbólgan verði áfram yfir markmiði Seðlabankans í það minnsta næsta kastið.


Samantekt

  • Spáum 0,2% hækkun VNV í október.

  • Flugfargjöld lækka annan mánuðin í röð.

  • Matur og drykkjarvörur hækka í verði á milli mánaða.

  • Verð ökutækja hefur hækkað talsvert.

  • Eldsneytisverð óbreytt þriðja mánuðinn í röð.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Krónan hefur haldist tiltölulega stöðug undanfarnar vikur eftir að Seðlabankinn tilkynnti að þeir hygðust hefja reglubundna sölu á gjaldeyri til áramóta. Er gengi krónu nú svipað og það var í septemberbyrjun. Þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans hefur veiking krónunnar fyrr á árinu verið að síast enn frekar inn í verðlagið. Ætla má að ástæðan sé að vörur sem keyptar voru fyrr á árinu á eldra gengi séu að klárast og nýjar vörur keyptar á núverandi gengi eru jafnt og þétt að koma inn í verslanir. Spá Greiningar er að verðbólgan mælist að meðaltali 2,8% á þessu ári, 3,1% á árinu 2021 og 1,9% árið 2022.

Haustlaufin falla, verðbólgan hjaðnar

Verð ökutækja hækkar umtalsvert annan mánuðinn í röð eftir að hafa haldist nokkuð stöðugt framan af ári. Spáum við því að liðurinn muni hækka um 2% (0,11% áhrif í VNV) en hann vegur þyngst til hækkunar VNV í þessum mánuði. Flugfargjöld halda hins vegar aftur af hækkun VNV í október og lækka um 9% á milli mánaða (-0,13% áhrif í VNV). Örðugleikar voru þó í mælingum þess liðar vegna takmörkunar á framboði sökum  hertra sóttvarnaraðgerða. Líkt og áður var reifað hafa matvæli hækkað í verði en liðurinn hækkar um 0,22% á milli mánaða (0,03% áhrif í VNV).Eftir umtalsverðar sveiflur á eldsneytisverði er hélst það óbreytt þriðja mánuðinn í röð.

Húsgögn og heimilisbúnaður voru helsti drifkraftur verðbólgunnar í septembermánuði en láta minna á sér kveða í október. Liðurinn Reiknuð húsaleiga vegur til lítilsháttar hækkunar VNV (0,02% áhrif) og heldur íbúðaverð áfram að hækka þrátt fyrir mótvind í hagkerfinu.

Verðbólgan töluvert yfir markmiði fram eftir næsta ári

Við spáum 0,2% hækkun VNV í nóvember og sömuleiðis 0,2% hækkun í desember en 0,5% lækkun í janúar. Gangi spá okkar eftir mun verðbólgan áfram mælast nokkuð mikil næsta kastið og verður 3,4% í nóvember, 3,5% í desember og 3,7% í janúar. Í framhaldinu teljum við að verðbólgan muni síga í áttina að 2,5% markmiði Seðlabankans og ná því seint á árinu 2021.

 Verðbólguhorfur næstu mánaða eru talsvert yfir markmiði Seðlabankans en þó virðist góðu heilli enn sem komið er um tímabundið ástand að ræða. Verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa haldið þrátt fyrir verðbólguskot, enda hefur það komið fæstum á óvart ef litið er til hruns ferðaþjónustunnar og veikingu krónunnar í kjölfarið. Samkomutakmarkanir hafa sett strik í reikninginn hjá ýmsum fyrirtækjum og snúið getur verið að segja til um verðlagsþróun ýmissa geira næsta kastið. Helstu forsendur okkar eru að bóluefni verði komið á markað um mitt næsta ár og ferðaþjónustan eigi betra sumar í vændum en það síðasta.

Höfundur


Tryggvi Snær Guðmundsson

Hagfræðingur í Greiningu


Hafa samband

Lagalegur fyrirvari

Skýrsla þessi er tekin saman af Greiningu Íslandsbanka hf. (Íslandsbanki).

Upplýsingar í skýrslu þessari eru upprunnar frá innlendum og erlendum upplýsinga- og fréttaveitum, sem taldar eru áreiðanlegar, ásamt opinberum upplýsingum, eigin úrvinnslu Greiningar og mati á hverjum tíma. Upplýsingarnar hafa ekki verið kannaðar sjálfstætt af Íslandsbanka og ábyrgist bankinn ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra. Skoðanir höfunda geta breyst án fyrirvara og ber Íslandsbanka ekki skylda til að uppfæra, lagfæra eða breyta skýrslunni við breyttar forsendur.

Skýrslan er einungis birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Íslandsbanki og starfsmenn bankans bera ekki ábyrgð á viðskiptum sem kunna að vera gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í skýrslunni. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðleggingar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingarkosti sem í boði eru. Fjárfestingum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla. Fjárfestingamarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta er mismunandi. Bent skal á að árangur í fortíð er ekki trygging um árangur í framtíð.

Skýrslur og aðrar upplýsingar sem berast frá Íslandsbanka eru einungis ætlaðar til einkanota. Hvorki má afrita efnið, vitna í það né dreifa því, í heild eða að hluta, án skriflegs leyfis frá Íslandsbanka.

Skýrsla þessi er stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í henni sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem hún fjallar um.

Eftirlitsaðili: Fjármálaeftirlitið (www.fme.is).

BANDARÍKIN

Skýrslu þessari eða afritum hennar má ekki dreifa í Bandaríkjunum eða til viðtakenda sem eru bandarískir ríkisborgarar í andstöðu við takmarkanir sem kveðið er á um í bandarískum lögum. Dreifing skýrslunnar í Bandaríkjunum kynni að teljast brot á þeim lögum.

KANADA

Upplýsingarnar í skýrslu þessari eru ekki ætlaðar til dreifingar eða útbreiðslu með neinum hætti í Kanada og því ber ekki að líta á þær sem fjármálaráðgjöf eða ráðleggingu um fjárfestingar í skilningi kanadískra verðbréfalaga.

ÖNNUR LÖND

Lög og reglugerðir í öðrum löndum kunna einnig að takmarka dreifingu skýrslu þessarar.