Mæling júlímánaðar er yfir öllum birtum spám en við var búist að útsölur í mánuðinum hefðu meiri áhrif en raun bar vitni. Við spáðum 0,1% lækkun á milli mánaða. Verð á fötum og skóm, húsgögnum og fleiri slíkum liðum lækkaði minna en við spáðum en en á móti hækkaði liðurinn Ferðir og flutningar eilítið minna en við áætluðum. Ætla má að nú þegar neysla hefur aukist á nýjan leik eftir talsverða veikingu íslenska gjaldmiðilsins hafi verðbólgan tekið eilítið við sér.
Í fréttatilkynningu sem Hagstofan birti samhliða nýjum tölum um vísitölu neysluverðs (VNV) segja þeir mælingu júlímánaðar hafa gengið vel fyrir sig að undanskildu því sem tengist samgöngum til og frá landinu, en þar eru enn frávik.