Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Jákvæð afkomuviðvörun fyrir fjórða ársfjórðung 2021

Drög að uppgjöri fyrir 4F21 benda til þess að hagnaður bankans, eftir skatta, hafi numið 7,1 ma. kr. á fjórðungnum og að arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli hafi verið 14,2%.


Greiningaraðilar höfðu spáð 5,0 ma. kr. hagnaði að meðaltali á ársfjórðungnum og 9,9% arðsemi eiginfjár (sjá hér). Er niðurstaðan því töluvert umfram arðsemismarkmið bankans og spár greiningaraðila. Til samanburðar nam hagnaður bankans eftir skatta 3,5 ma. kr. á 4F20 og arðsemi eiginfjár var 7,6%.

Samkvæmt drögunum, námu rekstrartekjur fjórðungsins 13,1 ma.kr. sem er 8,8% aukning frá 4F20. Þar af námu hreinar vaxtatekjur 8,6 ma. kr., hreinar þóknanatekjur 3,7 ma. kr. og hreinar fjármunatekjur 0,7 ma. kr. Rekstrarkostnaður fjórðungsins nam 6,3 ma. kr. samanborið við 6,6 ma. kr. á 4F20.

Frávik frá áliti greinenda skýrast af stærstum hluta af 1,1 ma. kr. tekjufærslu vegna aflagðrar starfsemi og vegna jákvæðrar virðisrýrnunar sem nam um 0,6 ma. kr. á fjórðungnum og er að mestu tilkomin vegna mats bankans um heldur betri horfur í íslenskri ferðaþjónustu. Til samanburðar færði bankinn um 1,8 ma. kr. til gjalda í virðisrýrnun á 4F20 sem tengdist að mestu leyti þeirri óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins á þeim tíma.

Áréttað er að uppgjörið og kynningarefni fyrir fjórða ársfjórðung 2021 er enn í vinnslu og því geta áðurnefndar tölur tekið breytingum fram að birtingardegi þann 10. febrúar næstkomandi.

Hafðu samband


Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir

Fjárfestatengill


Senda tölvupóst
844 4033

Björn Berg Gunnarsson

Deildarstjóri greiningar og fræðslu


Senda tölvupóst
8444869