Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki umsjónaraðili við sölu á Kletti

SKEL fjárfestingarfélag og Skeljungur dótturfélag SKEL hafa gengið frá kaupum á Kletti og húsnæði þess. Í síðustu viku fór fram afhending á öllum hlutum í félögum tengdum rekstrinum og nam heildarvirði í viðskiptunum alls 3,8 milljörðum króna.


Klettur er sölu- og þjónustufyrirtæki sem byggt er upp utan um alþjóðleg vörumerki á sviði vinnuvéla, vörubíla, hópbifreiða, tækja, skipavéla, varaaflsstöðva og hjólbarða. Klettur er umboðsaðili Scania, Caterpillar, Ingersoll Rand, Goodyear, Hankook og Nexen á Íslandi auk ýmissa annarra vörumerkja.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með söluferlinu.