Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki tilkynnir um endurkaupatilboð á skuldabréfaútgáfu í sænskum krónum

Íslandsbanki tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda 350 milljóna sænskra króna skuldabréfaútgáfu (ISIN: XS1940960625) sem ber fljótandi vexti og er á gjalddaga 28. júlí 2020.


Íslandsbanki tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda 350 milljóna sænskra króna skuldabréfaútgáfu (ISIN: XS1940960625) sem ber fljótandi vexti og er á gjalddaga 28. júlí 2020.

Endurkaupatilboðið er liður í virkri stýringu efnahagsreiknings Íslandsbanka.

Tilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst er í endurkaupalýsingu (e. Tender Offer – sjá viðhengi) sem bankinn hefur tekið saman og dagsett er 30. mars 2020.

Tilboðið til skuldabréfaeigenda mun gilda til klukkan 10:00 GMT (12:00 CET) þann 3. apríl 2020.

Umsjónaraðili með endurkaupunum fyrir hönd bankans er Nordea Bank Abp.

Nánari upplýsingar veita:


Profile card

Fjárfestatengill


Netfang