Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki tilkynnir um endurkaupatilboð á skuldabréfaútgáfu í evrum

Íslandsbanki tilkynnti í dag um endurkaupatilboð til eigenda 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu sem ber 1,125% vexti og er á gjalddaga 12. apríl 2022.


Íslandsbanki tilkynnti í dag um endurkaupatilboð til eigenda 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu sem ber 1,125% vexti og er á gjalddaga 12. apríl 2022.

Tilboðið er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst er í endurkaupalýsingu (e. Tender Offer Memorandum) sem bankinn hefur tekið saman og dagsett er 17. janúar 2022.

Tilboðið til skuldabréfaeigenda mun gilda til klukkan 17:00 þann 24. janúar 2022. Niðurstaða verður tilkynnt þegar hún liggur fyrir 25. janúar 2022 og uppgjör fer fram 26. janúar 2022.

Umsjónaraðilar með endurkaupunum fyrir hönd bankans eru Bank of America, Deutsche Bank AG, Morgan Stanley og Nomura.

Nánari upplýsingar um endurkaupin er að finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í írsku kauphöllinni (www.ise.ie) þar sem skuldabréfið er skráð. Að uppfylltum tilteknum skilyrðum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, Lucid Issuer Services Limited (netfang: islandsbanki@lucid-is.com, sími: +44 20 7704 0880)

Nánari upplýsingar:


Profile card

Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl