Við opnun útibúa verður haldin sérstök fræðsluröð um stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini sem vilja kynna sér þær betur.
- Svona notar þú Íslandsbankaappið – stafrænn fundur á Teams 19. janúar kl.17 þar sem farið verður yfir allar helstu aðgerðir. Nánari upplýsingar á vef Íslandsbanka.
- Kennsla í útibúi – fimmtudaginn 14. janúar verður kennsla í öllum útibúum Íslandsbanka á stafrænar lausnir.
Um leið og við fögnum því að geta opnað útibú með hefðbundnum hætti, í samræmi við 20 manna samkomubann, þá viljum við þakka viðskiptavinum fyrir þolinmæðina á þessum sérstöku tímum. Rétt er að ítreka að áfram verður vel gætt að öllum sóttvörnum með grímuskyldu og tveggja metra reglu.