Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki opnar útibú

Íslandsbanki opnar útibú bankans 13. janúar næstkomandi samhliða fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni. Viðskiptavinir eru hvattir til að bóka sér tíma á vef bankans fyrir ráðgjöf og nýta áfram stafrænar lausnir fyrir alla helstu bankaþjónustu.


Við opnun útibúa verður haldin sérstök fræðsluröð um stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini sem vilja kynna sér þær betur.

  • Svona notar þú Íslandsbankaappið – stafrænn fundur á Teams 19. janúar kl.17 þar sem farið verður yfir allar helstu aðgerðir. Nánari upplýsingar á vef Íslandsbanka.
  • Kennsla í útibúi – fimmtudaginn 14. janúar verður kennsla í öllum útibúum Íslandsbanka á stafrænar lausnir.

Um leið og við fögnum því að geta opnað útibú með hefðbundnum hætti, í samræmi við 20 manna samkomubann, þá viljum við þakka viðskiptavinum fyrir þolinmæðina á þessum sérstöku tímum. Rétt er að ítreka að áfram verður vel gætt að öllum sóttvörnum með grímuskyldu og tveggja metra reglu.