Íslandsbanki með tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Íslandsbanki hlaut tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna, sem besti fyrirtækjavefur landsins í flokki stórra fyrirtækja og fyrir besta appið.


Íslandsbanki hlaut tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna, sem besti fyrirtækjavefur landsins í flokki stórra fyrirtækja og fyrir besta appið. Tilkynnt var um tilnefningar fyrr í dag, en fimm fyrirtæki eru tilnefnd í hverjum flokki.

Á síðasta ári var vefur Íslandsbanka valinn fyrirtækjavefur ársins í flokki stórra fyrirtækja. Tilnefning í ár endurspeglar þá vinnu sem lögð er í þróun vefsins og stöðugar umbætur sem á honum eru gerðar. Íslandsbanki leggur mikla áherslu á þróun stafrænna lausna á öllum sviðum til að styðja við þjónustu bankans við viðskiptavini.

Íslandsbanki kynnti nýjan og uppfærðan vef 2019, en hann hefur tekið miklum breytingum frá þeim tíma. Síðustu ár hefur bankinn átt í samstarfi við Hugsmiðjuna við þróun vefsins og fleiri stafrænna lausna. Íslandsbankaappið er sömuleiðis í stöðugri þróun og tilnefningin nú ánægjuleg viðurkenning á því hversu vel hefur til tekist. Með appinu getur fólk á einum stað sinnt allri helstu bankaþjónustu á einum stað og hægt að um að hafa appið á íslensku, ensku eða pólsku.

Íslensku vefverðlaunin verða afhent 15. mars næstkomandi.

Sjá nánar á vef verðlaunanna hér: https://www.svef.is