Eliza Reid forsetafrú tilkynnti um vinningshafa Jafnvægisvogarinnar á stafrænni ráðstefnu sem haldinn var 13. nóvember. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni sem FKA sem hefur það markmið að kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði orðið 40/60 árið 2027. Þeir sem þegar hafa náð því markmiði hljóta Jafnréttisvog FKA. Árið 2019 hlutu 18 þátttakendur viðurkenningu, en í ár voru þeir orðnir 44 alls, 30 fyrirtæki, 5 sveitarfélög og 9 opinberir aðilar. Í ár bættust jafnframt við 58 nýir þátttakendur í hóp þeirra sem taka þátt í Jafnvægisvoginni og hafa þannig það markmið að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórn á næstu árum.
Íslandsbanki hefur sett sér og starfar eftir skýrri jafnréttisstefnu. Sú stefna kemur fram á öllum sviðum bankans, hvort sem horft er til ráðninga í stjórnunarstöður eða launastefnu. Bankinn hlaut jafnlaunavottun árið 2018 og innan bankans eru árlega framkvæmdar viðhaldsúttektir af viðurkenndum vottunaðilum. Þá hefur Íslandsbanki haldið ráðstefnur og fundi um jafnréttismál á liðnum árum.
Það er hljóta Jafnvægisvog FKA tvö ár í röð er mikil viðurkenning á þeirri stefnu sem Íslandsbanki hefur sett sér og starfar eftir.