Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Útboð á sértryggðum skuldabréfum föstudaginn 16. október

Íslandsbanki hf. verður með útboð á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum sértryggðum skuldabréfum föstudaginn 16. október 2015. Boðinn verður nýr óverðtryggður flokkur til 8 ára, ISLA CB 23 og bætt í 7 ára verðtryggða flokkinn ISLA CBI 22. Samhliða útboðinu mun Íslandsbanki bjóðast til að kaupa bréf í flokkunum ISLA CBI 19, ISLA CBI 20 og ISLA CBI 24 fyrir allt að 240 m.kr. að nafnvirði í hverjum flokki.


Íslandsbanki hf. verður með útboð á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum sértryggðum skuldabréfum föstudaginn 16. október 2015. Boðinn verður nýr óverðtryggður flokkur til 8 ára, ISLA CB 23 og bætt í 7 ára verðtryggða flokkinn ISLA CBI 22. Samhliða útboðinu mun Íslandsbanki bjóðast til að kaupa bréf í flokkunum ISLA CBI 19, ISLA CBI 20 og ISLA CBI 24 fyrir allt að 240 m.kr. að nafnvirði í hverjum flokki. Eigendur þessara flokka geta boðið bréf sín án þóknunar, hvort sem er í skiptum fyrir ISLA CB 23 eða ISLA CBI 22 eða til beinnar sölu fyrir kl. 14:00 föstudaginn 16. október. Endurkaupin verða með hollensku fyrirkomulagi, þ.e. Íslandsbanki mun taka hæstu kröfu sem boðin er fyrir allt að 240 m.kr. að nafnvirði í hverjum flokki.