Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf.: Útboð á sértryggðum skuldabréfum 29. mars

Íslandsbanki hf. verður með viðbótarútboð á sértryggðum skuldabréfum í dag, miðvikudaginn 29. mars 2017.


Íslandsbanki hf. verður með viðbótarútboð á sértryggðum skuldabréfum í dag, miðvikudaginn 29. mars 2017.

Boðnir verða út verðtryggðu flokkarnir ISLA CBI 22 og ISLA CBI 26 á sömu kjörum og samþykkt voru í útboði bankans 28. mars 2017. Stefnt verður að skráningu þeirra í Kauphöll 4. apríl 2017.

Þann 22. febrúar 2017 samþykkti Fjármálaeftirlitið beiðni Íslandsbanka um að hækka heimild fyrir hámarksfjárhæð útgefinna bréfa upp í 130 milljarða króna. Heimild Íslandsbanka er bundinn sömu skilyrðum og áður skv. leyfi Fjármálaeftirlitsins.

Heildarfjárhæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka að afloknu útboði 28. mars 2017 er að nafnverði 69.500 m.kr.

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hefur umsjón með útboðinu sem lokar kl 16:00 í dag. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í síma 440 4490 eða með tölvupósti á vbm@isb.is.