Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Stækkun á skuldabréfaútgáfu í evrum að upphæð 125 milljón evrur

Íslandsbanki hefur stækkað 100 m. evra skuldabréfaflokk sinn á gjalddaga 2018 að upphæð 125 milljón evrur (17,6 milljarðar króna), sem er 6. erlenda útgáfa bankans á þessu ári.


Íslandsbanki hefur stækkað 100 m. evra skuldabréfaflokk sinn á gjalddaga 2018 að upphæð 125 milljón evrur (17,6 milljarðar króna), sem er 6. erlenda útgáfa bankans á þessu ári.

Skuldabréfin eru til tæplega þriggja ára og bera 2,875% fasta vexti, sem jafngildir 290 punkta álag yfir fljótandi vexti í evrum. Útgáfan var seld til fjölbreytts hóps fjárfesta af Norðurlöndunum, meginlandi Evrópu og Bretlandi.

Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 11. desember 2015.

Útgáfan er gefin út undir 750 m. evra Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans sem gefur Íslandsbanka færi á að gefa út skuldabréf í mismunandi myntum á föstum og fljótandi vöxtum. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla www.islandsbanki/fjárfestatengsl.

Umsjónaraðilar útboðsins voru Bank of America Merrill Lynch, Citigroup, og Deutsche Bank AG.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Með 125 milljón evra útgáfunni höldum við áfram að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans, en stækkun flokksins úr 100 m. evra í 225 m. evrur eykur seljanleika hans. Alls hefur bankinn gefið út erlend skuldabréf að andvirði 225 m. evra, 600 m. sænskra króna og 500 m. norskra króna frá ársbyrjun 2015. Góð eftirspurn eftir bréfum bankans endurspeglar traust fjárfesta á Íslandsbanka og því uppbyggingarstarfi sem hefur skilað okkur öflugum og ábyrgum banka.