Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf.: Niðurstöður viðbótarútgáfu ISLA CB 23

Samkvæmt 2. gr. samnings Íslandsbanka hf. við Arion banka hf., Kviku banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á sértryggðum skuldabréfum bankans stendur viðskiptavökum til boða að kaupa allt að 10% af nafnverði þess sem selt er í útboði til viðskiptavaka á útboðsverði til kl. 12 næsta virka dag.


Samkvæmt 2. gr. samnings Íslandsbanka hf. við Arion banka hf., Kviku banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt á sértryggðum skuldabréfum bankans stendur viðskiptavökum til boða að kaupa allt að 10% af nafnverði þess sem selt er í útboði til viðskiptavaka á útboðsverði til kl. 12 næsta virka dag.

Í gær lauk Íslandsbanki útboði á sértryggðum skuldabréfum. Að þessu sinni nýttu viðskiptavakar sér kauprétt í ISLA CB 23 fyrir 20 m.kr. að nafnvirði á útboðskröfunni 6,90% sem jafngildir verðinu 97,6700. Heildarstærð ISLA CB 23 eftir útboðið er nú 6,88 ma. kr. og heildarupphæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður 51,52 ma. kr. Stefnt er að töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 8. desember.