Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hf. lýkur útboði sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur verðtryggðum flokkum sértryggðra skuldabréfa.


Íslandsbanki hf. hefur í dag lokið útboði á tveimur verðtryggðum flokkum sértryggðra skuldabréfa. Flokkurinn ISLA CBI 22 var boðinn út og seldust þar 400 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,95%. Flokkurinn ISLA CBI 26 var einnig boðinn út og seldust þar 940 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,03%.

Heildareftirspurn í útboðinu var 1,78 ma. kr. en 75% tilboða var tekið. Heildarstærð ISLA CBI 22 að loknu útboði verður 5,36 ma. kr. og heildarstærð ISLA CBI 26 verður 10,52 ma. kr. Heildarupphæð útistandandi sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka verður að nafnverði 57,18 ma. kr. að loknu útboði.

Stefnt er að töku bréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 16. mars nk..