Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki hf. og Glitnir hf. gera rammasamkomulag í tengslum við breytingar á fjárhagsskipan Íslandsbanka hf.

Þann 8. júní 2015, kynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið þær tillögur sem kröfuhafar Glitnis hafa lagt fram og Stýrinefnd um losun fjármagnshafta hefur staðfest að séu í samræmi við þann ramma sem á að greina og taka á greiðsluvanda vegna innlendra eigna í eigu slitabúa gömlu bankana og mælir með því að Seðlabanki Íslands veiti Glitni undanþágu frá lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál svo slitameðferð Glitnis geti haldið áfram á grundvelli tillögu kröfuhafa.


Íslandsbanki hf., Glitnir hf., ISB Holding ehf. og GLB Holding ehf. hafa undirritað rammasamkomulag (e. Heads of Agreement) um samstarf svo að slitameðferð Glitnis nái fram að ganga.

Þann 8. júní 2015, kynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið þær tillögur sem kröfuhafar Glitnis hafa lagt fram og Stýrinefnd um losun fjármagnshafta hefur staðfest að séu í samræmi við þann ramma sem á að greina og taka á greiðsluvanda vegna innlendra eigna í eigu slitabúa gömlu bankana og mælir með því að Seðlabanki Íslands veiti Glitni undanþágu frá lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál svo slitameðferð Glitnis geti haldið áfram á grundvelli tillögu kröfuhafa.

Tillaga kröfuhafa felur í sér eftirfarandi aðgerðir af hálfu Íslandsbanka: 

  • Lækkun á eigin fé Íslandsbanka þannig að núverandi eiginfjárhlutfall lækki úr 28,4% í 23%; 
  • Víkjandi lán; Íslandsbanki gefi út nýtt víkjandi lán til Glitnis í stað núverandi láns. Lánið verði gefið út í evrum, á markaðskjörum til að minnsta kosti 10 ára.
  • Innlán í íslenskum krónum; Glitnir fái afhent skuldabréf í íslenskum krónum frá Íslandsbanka að andvirði samtölu innlána Glitnis í íslenskum krónum hjá bankanum. Skuldabréfið verður á markaðskjörum til 10 ára.
  • MTN skuldabréfaútgáfurammi; Íslandsbanki gefi út skuldabréf til Glitnis undir MTN útgáfuramma bankans að andvirði 37 milljarða kr. sem komi í stað erlendra innlána Glitnis hjá íslenskum bönkum og auk þess verður gefið út undir sama útgáfuramma u.þ.b. ISK 3 milljarða kr. til Glitnis og Glitnir greiðir fyrir með hagnaði af sölu eftirstandandi eigna sinna á Íslandi í erlendum gjaldmiðli. Skuldabréfin verða gefin út í áföngum og verða á markaðskjörum til að minnsta kosti 7 ára. 
  • Fjárhæð útgefinna skuldabréfa mun endurspegla fjárhæð innlána Glitnis í íslenskum bönkum í erlendum gjaldmiðlum á nauðasamningsdegi.
  • Takmarkanir á sölu; Sala á hlutafé Íslandsbanka hf. til íslenskra fjárfesta verður takmörkuð.
  • Íslandsbanki gefi út til Glitnis u.þ.b. 16 milljarða kr. víkjandi skuldabréf og/eða viðbótar eigin fé undir þætti 1 (Additional Tier 1) í erlendri mynt á markaðskjörum til að minnsta kosti 10 ára.
  • Íslandsbanki gefi út u.þ.b. 36 milljarða kr. skuldabréf til Glitnis á markaðskjörum til 10 ára.
  • Íslandsbanki greiði út tæplega 3 milljarða kr. arð til Bankasýslu ríkisins.

Rammasamkomulagið er háð því skilyrði að aflað sé nauðsynlegs samþykkis og undanþága frá öllum viðeigandi aðilum, þar á meðal frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands.

Tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins um áframhaldandi upplýsingafundi að því er varðar losun gjaldeyrishafta (Glitnir) má finna hér: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/19640

Tilkynningu fjármála-og efnahagsráðuneytisins um samhljóða samþykkt frumvarps um stöðugleikaskatt má finna hér: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/19711

'Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka er hátt, lausafjárstaða Íslandsbanka er góð og verður bankinn vel í stakk búinn til að veita framúrskarandi þjónustu til framtíðar eftir að aðgerðir tengdar þessu samkomulagi koma til framkvæmda. Allir aðilar samkomulagsins koma til með að vinna sameiginlega að því að samningurinn gangi eftir á árangursríkan hátt.'

Nánari upplýsingar veita:

  • Fjárfestatengsl - Guðbjörg Birna Björnsdóttir, ir@islandsbanki.is, sími: +354 440 4752.
  • Upplýsingafulltrúi - Dögg Hjaltalín, pr@islandsbanki.is, sími : +354 844 3925.