Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf.: Íslandsbanki gefur út skuldabréf til 4 ára að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna

Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna (um 11,9 milljarðar íslenskra króna) til 4 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 3 ár (4NC3). Skuldabréfið ber fljótandi vexti, 80 punkta ofan á 3 mánaða millibankavexti í sænskum krónum.


Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna (um 11,9 milljarðar íslenskra króna) til 4 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 3 ár (4NC3). Skuldabréfið ber fljótandi vexti, 80 punkta ofan á 3 mánaða millibankavexti í sænskum krónum. 

Útgáfan var seld til fjölbreytts hóps fagfjárfesta frá Norðurlöndunum og er stefnt að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 26 apríl 2018.
Þetta er þriðja opinbera útgáfan sem Íslandsbanki gefur út í sænskum krónum síðan lok árs 2013 og undirstrikar viðleitni bankans um að hafa útistandandi skuldabréf á þessum mikilvæga markaði.

Útgáfan verður gefin út undir 2,0 milljarða dollara Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu GMTN rammans, ásamt viðaukum, má finna á vefsíðu fjárfestatengsla: www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Umsjónaraðilar útboðsins voru Nordea, SEB og Swedbank.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl – Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.