Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. :Íslandsbanki fær jákvæðar horfur frá S&P

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard &Poor's (S&P) hefur endurskoðað horfur á lánshæfismati Íslandsbanka og fært þær úr stöðugum í jákvæðar.


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard &Poor's (S&P) hefur endurskoðað horfur á lánshæfismati Íslandsbanka og fært þær úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat Íslandsbanka er staðfest óbreytt með skammtíma einkunnina A-3 og langtíma einkunnina BBB-.

Í rökstuðningi á ákvörðun sinni segir S&P þar mestu skipta að nauðasamningar við þrotabú gömlu bankanna hafi verið samþykktir og þar með hafi dregið úr áhættu bankanna við losun fjármagnshafta. Einnig séu efnahagshorfur Íslands að batna enn frekar og minni líkur séu á gengisflökti. Slík þróun ætti því að auka aðgengi að erlendum fjármagnsmörkuðum fyrir íslensku bankanna.

S&P segir jafnfram að ef fram heldur sem horfir og að bankinn haldi áfram sterkum rekstri í batnandi rekstrarumhverfi muni lánhæfismat bankans mögulega hækka.

Þann 15. janúar síðastliðinn hækkaði S&P lánshæfismat ríkisins í BBB+ en sú ákvörðun tók mið af árangri stjórnvalda í átt að losun hafta.

S&P - Íslandsbanki fær jákvæðar horfur - 19. janúar 2016