Eins og fram hefur komið var 95% eignarhlutur Glitnis í Íslandsbanka afhentur Seðlabanka Íslands og íslenska ríkinu sem hluti af stöðuleikaframlagi slitabúsins fyrr í vetur. Fyrir átti íslenska ríkið 5% hlut í bankanum. Samkeppniseftirlitið hefur nú samþykkt eigendaskiptin og er Íslandsbanki því alfarið í eigu ríkisins.
Breytt eignarhald mun ekki hafa áhrif á daglega starfsemi Íslandsbanka og munu viðskiptavinir og starfsmenn ekki finna fyrir breytingum vegna þessa.
Að ósk eigenda, hefur Aðalfundi Íslandsbanka verið frestað til 19. apríl 2016.
Nánari upplýsingar veita:
- Fjárfestatengill - Tinna Molphy, tinna.molphy@islandsbanki.is og í síma 440 3187
- Samskiptastjóri - Edda Hermannsdóttir, edda.hermannsdottir@islandsbanki.is og í síma 440 4005.