Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. :Ársuppgjör Íslandsbanka 2015

Helstu niðurstöður: Hagnaður bankans eftir skatta var 20,6 ma. kr. 2015, samanborið við 22,7 ma. kr. árið 2014. Munurinn liggur að stærstu leyti í einskiptisliðum og styrkingu íslensku krónunnar.


Helstu niðurstöður:

  • Hagnaður bankans eftir skatta var 20,6 ma. kr. 2015, samanborið við 22,7 ma. kr. árið 2014. Munurinn liggur að stærstu leyti í einskiptisliðum og styrkingu íslensku krónunnar.
  • Arðsemi eigin fjár var 10,8%, samanborið við 12,8% árið 2014
  • Grunnrekstur heldur áfram að styrkjast en hagnaður af reglulegri starfsemi var 16,2 ma. kr., samanborið við 14,8 ma. kr. á sama tíma 2014.
  • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall A var 13,2% samanborið við 12,6% árið 2014.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 28,0 ma. kr. (2014: 27,1 ma. kr.). Vaxtamunur var 2,9% (2014: 3,1%).
  • Hreinar þóknanatekjur voru 13,2 ma. kr. (2014: 11,5 ma. kr.) eða 15% aukning milli ára, en þar af var 6,7% hækkun hjá móðurfélagi.
  • Kostnaðarhlutfall var 56,2% (2014: 57,7%). Bankaskattur og einskiptiskostnaður er undanskilinn við útreikning kostnaðarhlutfalls.
  • Útlán til viðskiptavina jukust um 5% á árinu í 665,7 ma. kr. Útlánaaukningin dreifist vel á mismunandi viðskiptaeiningar bankans.
  • Heildareignir voru 1.046 ma. kr. (sep15: 1.004 ma. kr.).
  • Innlán frá viðskiptavinum jukust um 2,1% milli fjórðunga og voru 593 ma. kr. við árslok 2015.
  • Bankinn var virkur í skuldabréfaútgáfu í erlendri mynt á árinu NOK, SEK og EUR.
  • Eiginfjárhlutfallið var áfram hátt eða 30,1% (sep15: 29,2%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 28,3% (sep15: 26,9%).
  • Lausafjárstaða bankans er sterk og er umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið.
  • Vogunarhlutfall var 18,2% við lok tímabilsins, samanborið við 19,5% við árslok 2014 sem telst hóflegt.
  • Hlutfall lána með varúðarafskrift og lána með vanskil umfram 90 daga var 2,2% (sep15: 2,4% and 2014: 3,5%).
  • S&P setti lánshæfismat bankans á jákvæðar horfur í janúar 2016, en árið 2015 hafði bankinn fengið verið settur í fjárfestingarflokk (BBB-/A-3). Áður hafði Fitch gefið út lánshæfismatið BBB-/F3 með stöðugum horfum, en Íslandsbanki er eini bankinn á Íslandi með tvö alþjóðleg lánshæfismöt

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

Árið 2015 var farsælt í rekstri Íslandsbanka og afkoma bankans umfram væntingar. Þóknanatekjur jukust um 14,7% og vaxtatekjur um 3,3% frá fyrra ári. Grunnrekstur bankans heldur áfram að styrkjast en hagnaður af reglulegri starfsemi jókst um 9,1% frá árinu 2014. Miklar breytingar áttu sér stað á síðasta ári í dreifileiðum til viðskiptavina. Um 50.000 manns hafa sótt sér Íslandsbanka appið og er 41% aukning virkra notenda frá fyrra ári. Nýtt greiðslumiðlunar app, Kass, hefur farið vel af stað og er liður í því að bjóða viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu. Tvö útibú bankans voru sameinuð síðasta vor í nýju útibúi á Granda síðasta vor. Í haust munu þrjú útibú bankans sameinast í nýju og glæsilegu útibúi í Norðurturni við Smáralind.

Íslandsbanki mældist á dögunum með hæstu einkunn á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni. Við erum mjög stolt af þeim árangri sem við höfum náð og höldum ótrauð áfram með þá framtíðarsýn okkar að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi.

Á árinu hækkaði Standard & Poor's lánshæfismat bankans í fjárfestingaflokk og í byrjun árs 2016 var tilkynnt um jákvæðar horfur. Íslandsbanki fékk lánshæfiseinkunnina BBB- frá Fitch á árinu og er því í fjárfestingarflokki hjá báðum matsfyrirtækjum, einn íslenskra banka.
Það dró til tíðinda á síðasta ári í eigendamálum bankans þar sem samið var um að Íslandsbanki yrði hluti af stöðugleikaframlagi Glitnis til íslenska ríkisins. Bankinn er vel undirbúinn fyrir söluferlið þegar nýr eigandi ákveður að hefja slíkt ferli.

Afkomufundur á íslensku kl. 12.30

Síðar í dag, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 12.30, munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara fyrirspurnum. Fundurinn fer fram á íslensku og er haldinn í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi.

Skrá mig á fjárfestafund á Kirkjusandi.

Símafundur á ensku kl. 14.00

Einnig er markaðsaðilum boðið upp á . Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.
Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.
Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna hér: http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarhagsdagatal/.

Hér má sjá myndband þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka segir frá uppgjörinu:

Nánari upplýsingar