Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrstu 9 mánuði ársins 2017

Afkoma fyrstu 9 mánuði ársins 2017


Helstu atriði í afkomu fyrstu 9 mánuði ársins 2017:

 • Hagnaður eftir skatta var 10,1 ma.kr. samanborið við 15,6 ma. kr. á 9M16. Þessi munur skýrist aðallega af einskiptishagnaði af sölu Borgunar á hlutum í Visa Europe er átti sér stað á 9M16. Arðsemi eigin fjár var 7,7% á tímabilinu samanborið við 10,3% á 9M16.
 • Hagnaður af reglulegri starfsemi var 10,2 ma. kr. samanborið við 11,3 ma kr. á sama tíma 2016.
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,1% á 9M17 samanborið við 10,4% á 9M16.
 • Hreinar vaxtatekjur voru 22,7 ma. kr. (9M16: 23,7 ma. kr.) sem er 4% lækkun milli tímabila sem skýrist af lægra vaxtaumhverfi. Vaxtamunur var 2,9% (9M16: 3,0%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 10,1 ma. kr.samanborið við 9,9 ma. kr. á 9M16, sem er 2% hækkun milli tímabila.
 • Stjórnunarkostnaður var 19,3 ma. kr. sem er 2% lækkun frá 9M16. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 2,7%, sem þýðir raunhækkun um 1,0% sé tillit tekið til verðbólgu.
 • Kostnaðarhlutfall var 60,2% (9M16: 55,9%), en sértækur bankaskattur og einskiptiskostnaður eru undanskildir við útreikning kostnaðarhlutfalls.
 • Heildar eignir voru 1,078 ma. kr. (júní17: 1,047 ma. kr.). Útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 96% af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins.
 • Útlán til viðskiptavina jukust um 7,8% (53,5 ma. kr.) á 9M17 og voru 741 ma. kr. í lok tímabilsins. Ný útlán voru 152 ma. kr. sem dreifðust vel á milli viðskiptaeininga bankans.
 • Gæði eignasafns bankans halda áfram að batna, en hlutfall lána í vanskilum umfram 90 daga var 1,1% (júní17: 1,2%, mars17: 1,6% og des16: 1,8%).
 • Innlán frá viðskiptavinum lækkuðu í línu við væntingar um 1,2% (7,3 ma. kr.) á 9M17 og voru 587 ma. kr. við lok tímabilsins.
 • Eiginfjárhlutfall var 22,7% og eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 22,5% við lok tímabilsins, samanborið við 23,5% og 23,3% við lok júní 2017.
 • Lausafjárstaða bankans er sterk og umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið. Við lok tímabilsins var lausafjárhlutfallið (LCR) 183% (júní17: 171%) og fjármögnunarhlutfallið (NSFR) var 115% (júní17: 119%).
 • Vogunarhlutfall var 15,3% við lok september 2017, samanborið við 15,7% við lok júní, sem telst hóflegt bæði í innlendum og erlendum samanburði.
 • Íslandsbanki er eini bankinn á Íslandi með lánshæfismat frá tveimur alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum. Í janúar 2017 hækkaði Fitch Ratings mat sitt í BBB/F3 með stöðugum horfum og í október 2017 hækkaði Standard & Poor's (S&P) mat sitt í BBB+/A-2 með stöðugum horfum.

Helstu atriði á 3F2017:

 • Hagnaður eftir skatta var 2,1 ma. kr. (3F16: 2,5 ma. kr.). Arðsemi eigin fjár var 4,7% á tímabilinu samanborið við 5,1% á 3F16.
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 8,1% á fjórðungnum (3F16: 8,4%).
 • Hreinar vaxtatekjur voru 7,5 ma. kr. á 3F17 (3F16: 7,8 ma. kr.) og vaxtamunurinn var 2,8% (3F16: 3,0%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 3,3 ma. kr. (3F16: 3,2 ma. kr.).

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

Flutningum í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturni er nú lokið og við sjáum strax árangur aukinnar samvinnu og samþéttingar. Verkefnamiðuð vinnuaðstaða er að gefast vel og hafa þegar tugir íslenskra fyrirtækja heimsótt okkur til að kynna sér þessa framúrstefnulegu vinnuaðstöðu.

Framundan eru miklar breytingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði þar sem innleiddar verða nýjar reglugerðir sem opna markaðinn enn frekar fyrir neytendur. Við erum á lokasprettinum að gera breytingar á grunnkerfum bankans sem gerir okkur enn betur kleift að takast á við spennandi áskoranir framundan'.

Fjárfestafundur á ensku

Símafundur á ensku kl. 13:00
Markaðsaðilum er boðið upp á símafund kl. 13:00 í dag fimmtudaginn 9. nóvember. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegt skráið ykkur á símafundinn með því að senda tölvupóst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna fundarins verða send út til skráðra aðila tveimur tímum fyrir fundinn.

Nánari upplýsingar á síðu Fjárfestatengsla