Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf. : Afkoma á fyrstu 9 mánuðum ársins 2015

Hagnaður bankans eftir skatta var 16,7 ma. kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins 2015 samanborið við 18,2 ma. kr. á sama tímabili 2014 en þá voru tekjur af einskiptisliðum umfangsmeiri.


Helstu niðurstöður

9M 2015

  • Hagnaður bankans eftir skatta var 16,7 ma. kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins 2015 samanborið við 18,2 ma. kr. á sama tímabili 2014 en þá voru tekjur af einskiptisliðum umfangsmeiri.
  • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var 11,9 ma. kr. samanborið við 11,4 ma. kr. á sama tíma 2014.
  • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall A var 13,0% samanborið við 13,1% á sama tímabili 2014. 
  • Hreinar vaxtatekjur voru 21,0 ma. kr. (9M14: 20,6 ma. kr.). Vaxtamunur var 2,9% (9M14: 3,1%).
  • Hreinar þóknanatekjur voru 9,9 ma. kr. (9M14: 8,5 ma. kr.) eða 16,6% aukning milli ára.
  • Kostnaðarhlutfall var 56,3% (9M14: 56,1%). Bankaskattur og einskiptiskostnaður er undanskilinn við útreikning kostnaðarhlutfalls. 
  • Útlán til viðskiptavina jukust um 4% frá áramótum í takt við hagvöxt. Útlánaaukningin dreifist vel á mismunandi viðskiptaeiningar bankans.
  • Heildareignir voru 1.004 ma. kr. (júní15: 976ma. kr.). 
  • Innlán frá viðskiptavinum jukust um 10% milli ára og voru 581 ma. kr. í lok tímabilsins.
  • Tvær skuldabréfaútgáfur í erlendri mynt á fjórðungnum, EUR 100 m. og SEK 150 m.
  • Eiginfjárhlutfallið var áfram hátt eða 29,2% (júní15: 28,3%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 26,9% (júní15: 25,8%).
  • Lausafjárstaða bankans er sterk og er umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið.
  • Vogunarhlutfall var 18,3% við lok tímabilsins, sem telst hóflegt.
  • Hlutfall lána með varúðarafskrift og lána með vanskil umfram 90 daga var 2,4% (júní15: 2,7%).
  • S&P og Fitch færðu lánshæfismat bankans í fjárfestingarflokk með stöðugum horfum í júlí og staðfestu mat sitt í nóvember. Íslandsbanki er eini íslenski bankinn í fjárfestingarflokki hjá báðum þessum matsfyrirtækjum.

3F 2015

  • Hagnaður bankans eftir skatta var 5,9 ma. kr. á þriðja ársfjórðungi (3F14: 3,5 ma. kr.)
  • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall A var 11,% á fjórðunginum (3F14: 14,4%) 
  • Hreinar vaxtatekjur voru 7,5 ma. kr. á þriðja ársfjórðungi (3F14: 7,1 ma. kr.)
  • Hreinar þóknanatekjur voru 3,5 ma. kr. á 3F15 (3F14: 2,8 ma. kr.) sem er 23,2% aukning. 
  • Lán til viðskiptavina jukust um 6,6 ma. kr. á fjórðungnum, eða um 1% og voru 660 ma. kr. við lok fjórðungsins.
  • Innlán frá viðskiptavinum jukust um 14 ma. kr. eða 2,5% á fjórðungnum og voru 581 ma. kr. við lok fjórðungsins.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

,,Afkoma Íslandsbanka fyrstu níu mánuði ársins var mjög góð. Við sjáum áframhaldandi fjölbreytni í tekjustoðum bankans og jukust þóknanatekjur um 17% milli ára. Á sama tíma hefur vöxtur útlána verið hóflegur. Seðlabanki Íslands hækkaði bindiskylduna í lok september sem dregur úr útlánagetu bankanna, en við vonum að hér sé um tímabundna aðgerð að ræða. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor's hækkaði bankann í fjárfestingarflokk BBB-/A-3 í júlí og staðfesti nýlega mat sitt eftir að tilkynnt var um aðgerðir tengdum afléttingu hafta.

Á fjórðungnum gaf Íslandsbanki út nýja þjóðhagsspá, en gert er ráð fyrir yfir 4% hagvexti næstu tvö ár. Eins hélt bankinn fjölda funda um fjármál og efnahagsmál sem hafa verið mjög vel sóttir. Við finnum fyrir miklum áhuga á fræðslustarfi bankans og má þá sérstaklega nefna áhuga ungs fólks á fundum um fjárfestingar og sparnað.'

Markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 14.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla, www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Hér má sjá upptöku þar sem Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóra Íslandsbanka, segir frá uppgjörinu. 

Nánari upplýsingar: