Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Islandsbanki hf.: Útgáfuáætlun Íslandsbanka árið 2019

Útgáfuáætlun Íslandsbanka


Sértryggð skuldabréf

  • Áætluð útgáfa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er um 25-30 ma.kr. á árinu 2019.
  • Á árinu eru ISLA CB 19 og CBI 19 á gjalddaga samtals að nafnvirði 18,4 ma.kr. og mun bankinn áfram skoða endurfjármögnun á þeim flokkum gegn sölu í nýjum flokkum.
  • Heildarútgáfa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka í árslok 2018 er um 130 ma. kr.
  • Stefnt er að því að útboð sértryggðra skuldabréfa verði mánaðarleg árið 2019 og verða útboð tilkynnt í fréttaveitu Nasdaq Iceland.
  • Arion banki, Kvika og Landsbankinn eru viðskiptavakar sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka.
  • Viðskiptavakar munu daglega setja fram kaup- og sölutilboð í skuldabréfin. Lágmarksfjárhæð tilboða í markflokka skuldabréfa skal vera 80 m.kr. en lágmarksfjárhæð tilboða í aðra flokka skal vera 20 m.kr. Fyrir markflokka gildir að ef útistandandi nafnvirði er minna en 10 ma. kr. skal fjárhæð tilboða vera 60 m.kr. en 80 m.kr. þegar stærð flokks hefur náð 10 ma. kr. að nafnvirði.
  • Skuldabréfaflokkarnir ISLA CB 23, ISLA CBI 26 og ISLA CBI 30 eru markflokkar.
  • Til greina kemur að auka við hámarksstærð útistandandi flokka sem og að bæta við nýjum flokkum á árinu.

Víxlar

  •  Íslandsbanki verður að jafnaði með mánaðarleg útboð á víxlum árið 2019.
  • Heildarútgáfa víxla er óákveðin og ræðst af markaðsaðstæðum.
  • Víxlaútboð verða tilkynnt í fréttaveitu Nasdaq Iceland.

Erlend skuldabréf og önnur fjármögnun

  •  Íslandsbanki stefnir að reglulegri útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt undir GMTN skuldaramma bankans ásamt því að skoða endurkaup á útistandandi útgáfum með skuldastýringu í huga.
  • Fyrirkomulag erlendrar fjármögnunar fer eftir markaðsaðstæðum og viðtökum fjárfesta almennt og getur verið í formi almennra og víkjandi skuldabréfa.
  • Íslandsbanki stefnir að aukinni fjölbreytni í fjármögnun bankans og mun skoða aðra fjármögnunarkosti og fjölga fjármögnunarleiðum sé það talið hagfellt fyrir bankann.

Útboðsdagatal sértryggðra skuldabréfa

Meðfylgjandi tafla sýnir áætlaðar útboðsdagsetningar sértryggðra skuldabréfa á árinu 2019.

Sértryggð skuldabréf - Útgáfuvika

  • Vika 5
  • Vika 9
  • Vika 14
  • Vika 20
  • Vika 24
  • Vika 29
  • Vika 33
  • Vika 37
  • Vika 41
  • Vika 46
  • Vika 50

Íslandsbanki áskilur sér allan rétt til að breyta ofangreindri áætlun þ.m.t. fella niður, fjölga eða breyta útboðsdögum, breyta áætlaðri útgáfufjárhæð og gera aðrar breytingar eins og þörf er á, án fyrirvara. 
Frekari upplýsingar um fjármögnun Íslandsbanka má finna hér.

Nánari upplýsingar veita

Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.