Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki gefur út sjálfbær skuldabréf í evrum

Íslandsbanki hefur í dag gefið út sjálfbær skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra til 3 ára. Bréfin bera 0,75% fasta vexti sem jafngildir 83 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.


Íslandsbanki hefur í dag gefið út sjálfbær skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra til 3 ára. Bréfin bera 0,75% fasta vexti sem jafngildir 83 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum.

Útgáfan er önnur sjálfbæra útgáfa bankans í evrum og seldist til 45 evrópskra fjárfesta.

Stefnt er að skráningu bréfanna í kauphöllina á Írlandi þann 25. janúar 2022 og verður útgáfan gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans.
Andvirði útgáfunnar mun verða notað til lánveitinga sem uppfylla skilyrði sem sett eru fram í sjálfbærum fjármálaramma Íslandsbanka. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu bankans: https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/fjarmognun-bankans

Umsjónaraðilar útboðsins voru BofA Securities, Deutsche Bank, Morgan Stanley og Nomura.

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka
„Það er ánægjulegt að sjá mikinn áhuga fjárfesta á þessari annarri sjálfbæru skuldabréfaútgáfu Íslandsbanka í evrum. Skuldabréfaútgáfan er mikilvægur þáttur í vegferð bankans að frekari sjálfbærni og byggir á sjálfbærum fjármálaramma bankans.

Við erum ánægð með það traust sem fjárfestar sýna Íslandsbanka og íslensku efnahagslífi.‟

Nánari upplýsingar:


Profile card

Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl