Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Hvar verður Íslandsbanki árið 2050 á sviði sjálfbærni? 

Áður en við horfum til framtíðar er gott að skoða farinn veg


Árið 2013 var sjálfbærni, undir formerkjum samfélagsábyrgðar, gerð að einni af stefnuáherslum Íslandsbanka.  Undir samfélagsábyrgð var lögð áhersla á m.a. ábyrgar lánveitingar og innkaup, samgöngur, jafnrétti og styrki. En sjálfbærni er oft skipt upp, umhverfisleg, samfélagsleg og efnahagsleg sjálfbærni ​(t.d. „triple bottom line“) og 2013 lagði bankinn áherslu á samfélagslega hlið sjálfbærni.  

Árið 2019 var stórt skref tekið í sjálfbærni, þegar hreyfiafl til góðra verka varð nýr tilgangur bankans og sjálfbærni, ekki lengur undir formerkjum samfélagsábyrgðar heldur var skilgreind sem ein af stefnumarkandi áherslum bankans til næstu fimm ára.  Fjölmargt hefur gerst síðan þá, bankinn hefur gerst aðili að ýmsum sjálfbærni samtökum, sett sér mikilvæg markmið og náð góðum árangri á ýmsum sviðum, en þar má nefna margt, t.d. ​UFS (byggt á umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum) áhættumöt bankans á viðskiptavinum, sjálfbæra fjármálarammann, siðareglur birgja og svansvottun á mötuneytinu í Norðurturni.  

Bankinn mun hins vegar ekki lifa lengi á fornri frægð. Sjálfbærni er stöðugt að breytast og þróast og það sem var rétt í gær getur verið úrelt á morgun. En mikilvægt er að hafa í huga að við höfum haft 100 ár til að besta fjárhags upplýsingagjöf en um tíu ár til að besta sjálfbærni upplýsingagjöf. 

Líða fer að endalokum þessara fimm ára frá því að síðustu stefnuáherslur voru settar árið 2019 og það er stökkpallur framundan. Stökkið er í átt að kolefnishlutleysi sem er markmið bankans. Þá erum við komin að spurningunni sjálfri, hvar verður Íslandsbanki staddur árið 2050 á sviði sjálfbærni?  

Íslandsbanki verður sjálfbær á sviði umhverfis, samfélags og efnahags. Íslandsbanki er framsækinn og djarfur og hefur hvatt viðskiptavini sína til dáða og stutt við þá í gegnum þeirra sjálfbærni vegferð. Þannig hefur eignasafn bankans jafnframt orðið sterkara.  Sjálfbærni snýst um þetta, að búa til virði fyrir heildina en ekki fyrir einn á kostnað annarra 

Þetta er verkefni Íslandsbanka. ​Að styðja viðskiptavini bankans og skapa virði til framtíðar með framúrskarandi þjónustu. Þannig nær ekki bara bankinn árangri heldur skapar hann betra samfélag fyrir heildina.

Höfundur


Karen Sif Magnúsdóttir

Sérfræðingur í áhættustýringu Íslandsbanka