Herdís Gunnarsdóttir hefur tekið sæti sem aðalmaður í stjórn Íslandsbanka hf. Hún tekur sæti Flóka Halldórssonar sem sagði sig nýverið úr stjórn bankans, sbr. tilkynning þess efnis þann 4. nóvember sl. (sjá hér). Herdís er framkvæmdastjóri réttindasviðs Tryggingastofnunar og hefur áður starfað, m.a. sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís hefur mikla reynslu af stjórnarstörfum á vettvangi félagasamtaka, stéttarfélaga, lífeyrissjóða, banka og í Evrópusamstarfi.
Herdís hefur verið varamaður í stjórn Íslandbanka frá apríl 2016.