Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vel heppnuð málstofa Kvenna í sjávarútvegi

Húsfylli var á afar áhugaverðum fundi Kvenna í sjávarútvegi sem haldinn var í Íslandsbanka


Hvernig getur fjölbreytileikinn stutt við hagsæld? Hvernig getum við fjárfest til framtíðar í greininni? Hvernig næst sátt um greinina til framtíðar? Þetta var meðal þess sem rætt var á málstofu Kvenna í sjávarútvegi þann 23. febrúar sem bar heitið Hagsæld og hafið. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka.

Framsögu fluttu þau Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, Agnes Guðmundsdóttir, formaður félags Kvenna í sjávarútvegi, Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.

Í kjölfarið stýrði Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka, pallborðsumræðum. Þátttakendur voru Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskóla Íslands, Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Marine Collagen, Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.

Hagsæld og hafið


Hér má nálgast upptöku af málstofunni.