Hvernig getur fjölbreytileikinn stutt við hagsæld? Hvernig getum við fjárfest til framtíðar í greininni? Hvernig næst sátt um greinina til framtíðar? Þetta var meðal þess sem rætt var á málstofu Kvenna í sjávarútvegi þann 23. febrúar sem bar heitið Hagsæld og hafið. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka.
Framsögu fluttu þau Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, Agnes Guðmundsdóttir, formaður félags Kvenna í sjávarútvegi, Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.
Í kjölfarið stýrði Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka, pallborðsumræðum. Þátttakendur voru Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskóla Íslands, Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Marine Collagen, Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.