Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Hafnarfjarðarbær kaupir ráðhúsið við Strandgötu 8-10 í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samið við Íslandsbanka um kaup á Strandgötu 8-10 á 350 milljónir króna.


Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samið við Íslandsbanka um kaup á Strandgötu 8-10 á 350 milljónir króna. Húsið hýsir ráðhús Hafnarfjarðar og útibú Íslandsbanka, en bankinn kemur til með að leigja af bænum hluta rýmisins á jarðhæð hússins undir starfsemi sína. 

Með sölunni næst aukinn hagkvæmni í rekstri húsnæðis bankans um leið og Hafnarfjarðarkaupstaður tryggir sér til framtíðar ákjósanlegt húsnæði undir stjórnsýslu bæjarfélagsins. Aukin notkun stafrænna lausna kallar líka á ákveðinn sveigjanleika í húsnæðismálum, en viðskiptavinir sinna fjármálum sínum í auknum mæli á tímum sem ekki eru bundnir opnunartíma útibúa.“ 

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir
Framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka

Samningur Íslandsbanka og Hafnarfjarðabæjar kveðjur jafnframt á um að níu mánuðum eftir undirritun hans fari einnig af stað söluferli Linnetsstígs 3 sem bæjarfélagið er með á leigu.