Af 6,6% ársverðbólgu í febrúar skýrir húsnæðisliðurinn stærstan hluta eða 3%, þjónusta skýrir næstmest af verðbólgunni eða um 1,9%, innlendar vörur um 1% og innfluttar vörur um 0,9%. Þetta er talsverð breytt staða frá því sem áður var þegar húsnæðisliðurinn og innfluttar vörur voru megindrifkraftar verðbólgunnar.
Horfurnar á næstunni
Þrátt fyrir þessa nokkuð óvæntu hækkun vísitölunnar í febrúarmælingunni hjaðnar verðbólga smávegis. Það virðist sem mestöll útsöluáhrifin hafi komið fram nú í mælingunni og verði minni fyrir vikið í marsmánuði. Samkvæmt spá okkar mun verðbólga hjaðna hratt á næstu mánuðum. Við uppfærum því aðeins bráðabirgðaspá okkar með tilliti til þessa og gerum ráð fyrir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í mars í stað 0,6%. Þá gerum við ráð fyrir hækkun upp á 0,7% í apríl og 0,3% í maí. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 5,7% í maí. Helstu óvissuþættir í skammtímaspánni okkar er gengi krónunnar og verðþróun á íbúðamarkaði. Hagstofan birtir greinargerð um nýja aðferð við mælingu á reiknuðu húsaleigunni í mars en áhrif á mælinguna fyrst um sinn er einnig stór óvissuþáttur