Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Góður rekstur að nýta hráefni betur

Jón Axelsson hjá Skólamat segir frá áhugaverðri sögu þessa 20 ára gamla fjölskyldufyrirtækis í Reynslubankanum.


„Það er líka hluti af góðum rekstri að sinna umhverfismálum og nýta hráefni betur“ segir Jón Axelsson hjá Skólamat sem segir frá áhugaverðri sögu þessa 20 ára gamla fjölskyldufyrirtækis í Reynslubankanum.

Jón segir fyrirtækið hafa aukið arðsemi sína samhliða því að tekið hafi verið á matarsóun með skipulögðum hætti. Skólamat stofnaði faðir Jóns, Axel Jónsson veitingarmaður, árið 1999 og í dag gæða yfir 10.000 nemendur sér á hollum og ferskum mat fyrirtækisins daglega.

Reynslubankinn - Jón Axelsson hjá Skólamat


„Við teljum okkur hafa náð gríðarlega miklum árangri í því að nýta hráefnin betur og taka á matarsóun en á sama tíma að auka arðsemi rekstrarins,“ segir Jón Axelsson hjá Skólamat.