Fréttabréf Framtíðarauðs

Ársyfirlit Framtíðarauðs eru birt á sjóðfélagavef og undir rafræn skjöl í netbanka og appi


Yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur í Framtíðarauði - séreignarsparnaði Íslandbanka fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2023 hefur nú verið birt á sjóðfélagavef og undir rafræn skjöl í appi og netbanka. Prentuð yfirlit heyra sögunni til og eru ekki lengur send út með bréfpósti.

  • Góð regla er að bera saman launaseðla og greiðsluyfirlitið til að athuga hvort iðgjöldin séu að skila sér rétt svo ekki tapist mikilvæg réttindi.
  • Hvetjum sjóðfélaga til að uppfæra netfang í sjóðfélagavefnum svo allar upplýsingar skili sér.
  • Ef skipt er um vinnu er mikilvægt að tilkynna nýjan vinnuveitanda til Íslandsbanka og er það gert í sjóðfélagavefnum.

Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða er í boði hjá Framtíðarauði. Það skiptir máli að velja þá fjárfestingarleið sem hentar best miðað við forsendur hvers sjóðfélaga. Ef valin er Ævileið flyst inneignin á milli fjárfestingaleiða eftir aldri. Inneignin er flutt í jöfnum skrefum á fjórum árum og nýjum iðgjöldum ráðstafað í þá fjárfestingarleið sem inneign flyst í.

Hægt er að breyta fjárfestingarleið með því að smella á "Minn banki" á vefsíðu Íslandsbanka og svo á "Sjóðfélagavefur".

Ný Ævileið tók gildi 1.1.2024, þá bættist við stýring E inn í ævileiðina og færist nú inneign á milli fjárfestingaleiða E til A eftir aldri. Hafi verið valin Ævileið fyrir 1.1.2024 ráðstafast iðgjöld samkvæmt Ævileið - Eldri og færist þá inneign á milli fjárfestingarleiða D til A eftir aldri.

Ávöxtun fjárfestingarleiða Framtíðarauðs má finna hér.