Vestrarhorn við Stokksnes

á Suð-Austurlandi.


Stundum kallað Batman fjallið vegna lögunar þess. Þetta er eitt fárra gabbró fjalla á Íslandi en gabbró er grófkristallað storkuberg sem storknaði djúpt í jörðinni. Berg úr fjallinu var einmitt valið í klæðninguna utan á Seðlabankahúsið. Vesturhorn er mjög myndrænt og meira að segja klaufar með myndavélar ná fallegum myndum af því. Á Stokksnesi má svo oft sjá seli liggja í makindum sínum á skerjunum.

Fróðleiksmoli: Árið 2015 kom indverska Bollywood stjarnan Shah Rukh Khan hingað til lands ásamt fríðu föruneyti til þess að taka upp tónlistarmyndband við lagið Gerua sem var hluti af Bollywood myndinni Dilwale. Á fyrsta sólahringnum sem myndbandið var inni á youtube höfðu yfir milljón manna horft á það og hafa nú vel yfir 300 milljónir horft á þessa fallegu landkynningu.

Sjáðu myndbandið