Stuðlagil í Jökuldal


Stuðlagil í Jökuldal er náttúruperla sem liggur við túnfótinn á Grund. Það er að finna í Jökulsárgljúfri og kom ekki í ljós fyrr en Kárahnúkavirkjun var tekin í notkun. Við það minnkaði vatnsmagnið í Jöklu og í ljós kom ein stærsta og fallegasta stuðlabergsmyndun á Íslandi. Með minnkandi vatni í ánni má segja að hún hafi breyst úr jökulá í bergvatnsá því aðeins bergvatn úr þverám jöklu fellur um nú um árfarveginn.

Fróðleiksmoli: Stuðlaberg getur myndast þegar bergkvika kólnar og dregst þá saman og klofnar í stuðla sem oftast eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunlögum og innskotslögum, láréttir í göngum en sem geislar út frá miðju í bólstrum.

Nánar um Stuðlagil á www.east.is