Remundargil nálægt Þakgili


Í fjöllunum sunnan Mýrdalsjökuls eru fjölmörg, djúp og kröpp gil grafin í mjúkt móbergið, þar á meðal Remundargil. Norðanveggur gilsins er skreyttur bólstrabergi en suðurveggurinn er móberg sem gefur til kynna að líklega hafi gilið myndast milli ólíkra laga. Innst í gilinu er hár og fallegu foss sem fellur nánast í lausu lofti fram af brúninni. Mikið er af skemmtilegum gönguleiðum á svæðinu og því hægt að gleyma sér þar hvort sem er í dag eða daga.

Fróðleiksmoli:  Það er ekki ólíklegt að gilið hafi breyst í Kötlugosinu 1918 þar sem mikið jökulhlaup í upphafi gossins fór niður Remundargil.

Gönguleiðir - Remundargil frá Þakgili

Gönguleiðir - Remundargil