Látrabjarg


Næsti bær við Rauðasand, er vestasti oddi landsins og reyndar Evrópu. Þarna er að finna elstu jarðlög Íslands í tígulegu bjarginu sem er 14 km að lengd og nær hæst upp í 441 metra yfir sjó. Þetta er líka mesta fuglabjarg heims en þar verpa ótal tegundir sjófugla. Einn þeirra er lundinn sem verpir í holurnar sínar á bjargbrúninni og bakkinn er því iðulega sundurgrafinn og hægt að komast mjög nálægt fuglinum.

Fróðleiksmoli: Mörg sjóslys hafa orðið undir Látrabjargi. Þekktast er strandið og björgunin í desember 1947. Þá strandaði þar breskur togari, Dhoon. Björgunarmönnum frá Hvallátrum og nærsveitum tókst með undraverðum hætti að bjarga 12 af 15 manna áhöfn togarans en aðstæður voru mjög erfiðar. Talað er um þennan atburð sem eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar. Fengu björgunarmenn ýmsar viðurkenningar fyrir lífgjöfina, meðal annars æðsta heiðursmerki breska konungsdæmisins fyrir hetjudáð á sjó.

Nánar um Látrabjarg inná www.westfjords.is