Langisandur við Akranes


Það er tilvalið að kíkja í fjöruna með nestiskörfu og njóta þess að vaða í fjörunni. Sumir synda jafnvel í sjónum þegar veður leyfir. Ef kroppurinn verður kaldur er hægt að hlýja sér í Guðlaug, heitri náttúrulaug sem staðsett er neðan við sundlaugina á Akranesi. Þar eru búningsklefar og útisturta sem kostar ekkert að nota. Þau allra hörðustu gætu gengið fyrst á Akrafjall.

Fróðleiksmoli: Vatnið í Guðlaug kemur úr Deildartunguhver.

Nánar um Guðlaug inná west.is